Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti sigurvegurunum Gulleggið 2008
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti sigurvegurunum Gulleggið 2008

Ný­lega fóru fram úr­slit í Frum­kvöðlakeppni Innovit fyr­ir ís­lenska há­skóla­nema og ný­út­skrifaða,sem nú var hald­in í fyrsta sinn. Sig­ur­veg­ar­ar keppn­inn­ar voru fjór­ir nú­ver­andi og fyrr­ver­andi nem­end­ur úr Há­skól­an­um í Reykja­vík sem hafa ný­lega stofnað sprota­fyr­ir­tækið Eff2 technologies ehf.

Stofn­end­ur Eff2 technologies hafa und­an­far­in ár unnið að þróun á mjög full­komn­um hug­búnaði sem hlotið hef­ur nafnið Vi­dentifier Track. Vi­dentifier kerfið get­ur sjálf­virkt greint kvik­mynd­ir og sjón­varps­efni á net­inu til varn­ar höf­und­ar­rétti. Það þekk­ir þúsund­ir klukku­stunda af efni sem það hef­ur áður séð og get­ur farið yfir gríðarlega mikið magn efn­is á hverj­um degi. Kerfið fer yfir mynd­bönd á net­inu og ber kennsl á það. Kerfið get­ur því á svip­stundu safnað mjög verðmæt­um upp­lýs­ing­um fyr­ir kvik­mynda­fram­leiðend­ur um all­an heim um ólög­legt niður­hal og birt­ingu mynd­efn­is á net­inu. Því næst er hægt að semja um greiðslu fyr­ir birt­ingu efn­is­ins eða það tekið niður, í sam­ræmi við ósk­ir höf­und­ar­rétt­ar­hafa. Nú þegar hef­ur verið sótt um einka­leyfi á þeirri tækni sem Eff2 hef­ur þróað og sala á kerf­inu á alþjóðamarkaði mun hefjast strax á þessu ári, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Stofn­end­ur Eff2 technologies ehf. og sig­ur­veg­ar­ar í Frum­kvöðlakeppni Innovit 2008 eru Herwig Lej­sek, Friðrik Heiðar Ásmunds­son, Krist­leif­ur Daðason og Chaski Yang.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert