Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag

Elsta merkta ís­lenska krí­an sem hef­ur end­ur­heimst var á 22. ald­ursári. Því er ekki ósenni­legt að hún og jafn­öldr­ur henn­ar hafi þá þegar flogið sem svar­ar fjar­lægðinni til tungls­ins (384 þúsund km) og aft­ur til baka. Fyrstu kríu vors­ins á land­inu varð vart fyrr í vik­unni, en þess­ir vor­boðar sjást gjarn­an í kring­um 24. apríl.

Krí­an er víðförlust ís­lenskra far­fugla. Varpstöðvar henn­ar eru hér á landi en vetr­ar­stöðvar við Suður­skautslandið. Þessa leið fljúga full­orðnar krí­ur á hverju ári og ung­ar að hausti. Ung­fugl­ar koma fæst­ir hingað á fyrsta sumri en skila sér tveggja ára þegar þeir hefja varp. Ætla má að ís­lensk­ar krí­ur leggi að baki 30-40 þúsund kíló­metra ferðalag á ári hverju, að mati Guðmund­ar A. Guðmunds­son­ar, vist­fræðings hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands.

Flýg­ur leið sem nem­ur um­máli jarðar

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka