Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag

Elsta merkta íslenska krían sem hefur endurheimst var á 22. aldursári. Því er ekki ósennilegt að hún og jafnöldrur hennar hafi þá þegar flogið sem svarar fjarlægðinni til tunglsins (384 þúsund km) og aftur til baka. Fyrstu kríu vorsins á landinu varð vart fyrr í vikunni, en þessir vorboðar sjást gjarnan í kringum 24. apríl.

Krían er víðförlust íslenskra farfugla. Varpstöðvar hennar eru hér á landi en vetrarstöðvar við Suðurskautslandið. Þessa leið fljúga fullorðnar kríur á hverju ári og ungar að hausti. Ungfuglar koma fæstir hingað á fyrsta sumri en skila sér tveggja ára þegar þeir hefja varp. Ætla má að íslenskar kríur leggi að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag á ári hverju, að mati Guðmundar A. Guðmundssonar, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Flýgur leið sem nemur ummáli jarðar

Á hverju ári flýgur krían sem nemur ummáli jarðar við miðbaug. Leið kríunnar liggur líklega suður með vesturströnd Afríku og hefur sést til hennar við strendur Suður-Afríku en þaðan hverfur hún í desember til Suðurskautslandsins. Leiddar hafa verið líkur að því að krían fljúgi réttsælis hringinn í kringum Suðurskautslandið og fylgi ríkjandi vindáttum meðan hún dvelur þar. Krían heldur sig við ísröndina þar sem hún finnur sér æti. Einnig fellir hún flugfjaðrir á þessum slóðum. Síðan liggur leiðin aftur norður í sumarlandið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert