Búist við metsölu á tölvuleik

Auglýsing fyrir Grand Theft Auto 4 í Los Angeles.
Auglýsing fyrir Grand Theft Auto 4 í Los Angeles. Reuters

Sala hófst á nýrri útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto á miðnætti í nótt og voru víða um heim biðraðir við sölustaði. Búist er við að 6 milljónir eintaka seljist af Grand Theft Auto IV á fyrstu vikunni og að hann verði sá söluhæsti í sögunni áður en yfir lýkur. Þegar hafa um 70 milljónir eintaka selst af fyrri útgáfum leiksins.

Um 100 manns stóðu í biðröð utan við verslun í Croydon í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi þegar hettuklæddur maður stökk út úr röðinni og stakk vegfaranda, sem gekk framhjá, ítrekað með hnífi. Sá sem varð fyrir árásinni, 23 ára gamall karlmaður, var fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu. Árásarmannsins er enn leitað.

Grand Theft Auto þykir mjög ofbeldisfullur tölvuleikur og í nýjustu útgáfunni er ekkert dregið úr ofbeldinu. Þar er fylgst með glæpamanni frá Austur-Evrópu að „störfum“ í Bandaríkjunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert