Nýsjálenskir líffræðingar fylgdust spenntir með því þegar risasmokkfiskur, sem veiddist í Suðurhöfum á síðasta ári, var þíddur í vikunni en til stendur að rannsaka hræið. Smokkfiskurinn, sem vegur 495 kíló, er afar sjaldséður en heimkynni hans eru á um 2 kílómetra dýpi í sjónum.