„Vefurinn á byrjunarstigi"

Tim Berners-Lee, þróaði veraldarvefinn í byrjun tíunda áratugarins.
Tim Berners-Lee, þróaði veraldarvefinn í byrjun tíunda áratugarins. AP

Ver­ald­ar­vef­ur­inn er aðeins á byrj­un­arstigi og rann­sókn­ir á mögu­leik­um hans eru rétt að byrja, að sögn breska vís­inda­manns­ins Tim Berners-Lee, sem hef­ur verið nefnd­ur faðir ver­ald­ar­vefjar­ins. 

Fimmtán ár eru liðin frá því að al­menn­ing­ur fékk aðgang að vefn­um, en þann 30. apríl 1993 sann­færðu Berners-Lee og sam­starfsmaður hans yf­ir­menn sína um að veita frjáls­an aðgang að ver­ald­ar­vefn­um.

Þróun vefs­ins hófst á rann­sókn­ar­stofu CERN í Sviss snemma á tí­unda ára­tugn­um.  Berners Lee sagði í sam­tali við frétta­stofu við BBC að ver­ald­ar­vef­ur­inn gæti þró­ast í ófyr­ir­sjá­an­leg­ar átt­ir en lagði áherslu á að hann ætti að nota í góðum til­gangi. 

„Það er spenn­andi að sjá fólk byggja upp sam­skipta­kerfi og  stjórn­un­ar­kerfi á vefn­um, og vef­ur­inn hef­ur verið notaður sem verk­færi til þess að gera góða hluti, þrátt fyr­ir að ým­is­legt slæmt sé þar að finna," sagði Berners-Lee.  

Að sögn Robert Cailliau, sem starfaði með Berners-Lee, voru yf­ir­menn rann­sókn­ar­stof­unn­ar ekki sam­mála um að gera ætti vef­inn aðgengi­leg­an al­menn­ingi um all­an heim.  „Við þurft­um að sann­færa þá um að ver­ald­ar­vef­ur­inn yrði að veru­leika og að hann myndi hafa mik­il áhrif.  Því gæti CERN ekki haldið í hann og best væri að veita öll­um frjáls­an aðgang," sagði Cailliau.     

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að áætlað sé að 165 millj­ón­ir vefsíður séu á ver­ald­ar­vefn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert