„Vefurinn á byrjunarstigi"

Tim Berners-Lee, þróaði veraldarvefinn í byrjun tíunda áratugarins.
Tim Berners-Lee, þróaði veraldarvefinn í byrjun tíunda áratugarins. AP

Veraldarvefurinn er aðeins á byrjunarstigi og rannsóknir á möguleikum hans eru rétt að byrja, að sögn breska vísindamannsins Tim Berners-Lee, sem hefur verið nefndur faðir veraldarvefjarins. 

Fimmtán ár eru liðin frá því að almenningur fékk aðgang að vefnum, en þann 30. apríl 1993 sannfærðu Berners-Lee og samstarfsmaður hans yfirmenn sína um að veita frjálsan aðgang að veraldarvefnum.

Þróun vefsins hófst á rannsóknarstofu CERN í Sviss snemma á tíunda áratugnum.  Berners Lee sagði í samtali við fréttastofu við BBC að veraldarvefurinn gæti þróast í ófyrirsjáanlegar áttir en lagði áherslu á að hann ætti að nota í góðum tilgangi. 

„Það er spennandi að sjá fólk byggja upp samskiptakerfi og  stjórnunarkerfi á vefnum, og vefurinn hefur verið notaður sem verkfæri til þess að gera góða hluti, þrátt fyrir að ýmislegt slæmt sé þar að finna," sagði Berners-Lee.  

Að sögn Robert Cailliau, sem starfaði með Berners-Lee, voru yfirmenn rannsóknarstofunnar ekki sammála um að gera ætti vefinn aðgengilegan almenningi um allan heim.  „Við þurftum að sannfæra þá um að veraldarvefurinn yrði að veruleika og að hann myndi hafa mikil áhrif.  Því gæti CERN ekki haldið í hann og best væri að veita öllum frjálsan aðgang," sagði Cailliau.     

Á fréttavef BBC kemur fram að áætlað sé að 165 milljónir vefsíður séu á veraldarvefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka