Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér

Baktería.
Baktería. AP

Þróun ónæmis er hafin fyrir alvöru á Íslandi og rannsóknir á ónæmi og þróun þess á Íslandi sýna að Íslendingar mega búast við sömu vandamálum með ónæmi í bakteríum og aðrar þjóðir hafa upplifað.

Þetta kemur fram í grein, sem Ólafur Guðlaugsson, smitsjúkdómalæknir og almennur lyflæknir, skrifar í nýjasta Læknablaðið. Ólafur segir, að hingað til hafi Íslendingar verið nokkrum áratugum á eftir og getað notað lyf sem aðrir séu jafnvel hættir að nota vegna ónæmis en það sé nú að breytast.

Ólafur segir, að ónæmi í pneumókokkum og stafýlókokkum sé  farið að sjást hér í æ ríkari mæli. Þetta sé alvarlegt því meðhöndlun á fjölónæmum bakteríum sé oft erfið og nota þurfi lyf, sem eingöngu er hægt að gefa í æð en þau hafa fleiri aukaverkanir og geta verið mun dýrari.

Læknablaðið 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert