Kolaiðnaður á krossgötum

Um þessar mundir er háð hörð barátta um hina svokölluðu FutureGen-áætlun í Bandaríkjunum sem miðar að því að nýta kol sem mengunarlausan orkugjafa.

Gert er ráð fyrir að 275 MW tilraunaorkuver verði reist í Mattoon í Illinois þar sem framleitt verði vetni úr kolum og það nýtt til framleiðslu rafmagns. Koltvísýringnum verði dælt í jarðlög þar sem hann gengur í efnasamband við bergið.

Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur nú kynnt breyttar áætlanir þar sem styrkir verði veittir til þess að reisa ný kolakynt orkuver og þróa tækni til þess að farga CO2. Framleiðsla vetnis verði hins vegar látin lönd og leið. Formaður stjórnar FutureGen, heldur því fram að þetta muni seinka þróun aðferða til þess að geyma CO2 í jörðu. Hann bendir á að FutureGen sé ekki starfrækt í hagnaðarskyni og þekkingin muni því nýtast kolaframleiðendum um allan heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert