Margar skordýrategundir í hitabeltislöndum gætu dáið út áður en öldin er afstaðin nái þær ekki aðlagast hækkandi hitastigi í heiminum.
Rannsóknarteymi í Háskólanum í Washington hefur sagt að skordýr í hitabeltislöndum séu mun viðkvæmari fyrir hitabreytingum en önnur. Fari svo að skordýrum fækki hratt gæti það haft áhrif á plöntulíf og matarbirgðir.
Hitabreytingar á árunum milli 1950 og 2000 hafa haft áhrif á 38 tegundir af skordýrum. Skordýr eru þannig gerð að þau geta ekki aðlagast breytingunum heldur þurfa þau að leita sér skjóls fyrir hitanum eða sækja í hitann þegar þau finna fyrir kulda. Gert er ráð fyrir ákveðnum hitabreytingum áður en árið 2100 rennur í garð og telja vísindamenn að margar skordýrategundir muni ekki geta þrifist í þeim hita, að því er fram kemur á fréttavef BBC.