Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum gefur til kynna að mikil tengsl eru milli offitu og svefns. Fólk sem sefur í minna en sex klukkustundir á sólarhring og þeir sem sofa í meira en níu klukkustundir eru líklegri til að borða of mikið.
Samkvæmt rannsókninni, sem er ríkisstyrkt, eru þeir sem sofa laust líklegri til að reykja og hreyfa sig minna. Einnig eru þeir líklegri til að neyta meira áfengis.Niðurstöður rannsóknarinnar styrkja niðurstöður fleiri rannsókna sem hafa fundið bein tengsl milli offitu og svefnleysis. „Gögnin segja að þeir sem sofa ekki nógu mikið og þeir sem sofa of mikið vegnar ekki alltof vel,” sagði Ron Kramer, læknir í Colorado sem stýrði rannsókninni.
Rannsóknin getur samt ekki svarað þeirri spurningu um hvort reykingar hafi áhrif á svefnleysi eða öfugt. Aðrir mögulegir áhrifaþættir voru ekki teknir til greina eins og þunglyndi. Þunglyndi getur haft áhrif á svefnleysi, ofát og fleira.Reykingar voru algengastar hjá þeim sem sváfu í minna en sex klukkustundir en 31% svarenda sögðust reykja daglega. Þeir sem sváfu reglulega í meira en níu klukkustundir voru einnig miklir reykingarmenn, alls 26%. Þeir sem sváfu venjulega í sjö til átta klukkustundir reyktu hlutfallslega minnst, eða 18%. Alls reykja 21% Bandaríkjamanna.
Niðurstöður voru svipaðar þegar kom að offitu. 33% þeirra sem sváfu í minna en sex klukkustundir þjáðust af offitu og 26% þeirra sem sváfu í meira en níu klukkustundir. Langmest var um drykkju hjá þeim sem sváfu í minna en sex klukkustundir.Rannsóknin byggir niðurstöður sínar á 87.000 þátttakendum sem fengu sendan spurningalista og var hún framkvæmd á árunum 2004 til 2006.