GTA IV selst vonum framar

STAFF

Ef eitt­hvað er að marka The New York Times hef­ur Grand Theft Auto IV selst enn bet­ur en bjart­sýn­ustu menn þorðu að vona. Sam­kvæmt heim­ild­um New York Times hafa nú þegar selst rúm­lega 6 millj­ón­ir ein­taka af leikn­um og þar af 3,6 millj­ón­ir á fyrsta degi.

Áætlaður ágóði af allri þess­ari leikja­sölu er um 500 millj­ón­ir doll­ara og það er bara fyr­ir fyrstu vik­una. Fyr­ir­fram var bú­ist við því að um fimm millj­ón­ir ein­taka myndu selj­ast á fyrstu tveim­ur vik­un­um og reiknað var með að um 9 millj­ón­ir ein­taka af leikn­um væru seld fyr­ir árs­lok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert