Rannsóknir á ungmennum í 9 stórborgum í Evrópu benda til að stór hluti þeirra neyti áfengis eða fíkniefna í óhófi þegar þau fara út á lífið. Telur þriðjungur karlmanna á aldrinum 16 til 35 ára að ölvun þeirra auki líkur á að einhver fylgi þeim heim í lok kvölds, en um 23% kvenmanna.
Segir Mark Bellis, sem fór fyrir rannsókninni, að þessi hegðun geti verið hættuleg þar sem hún leiddi oft til þess að fólk stundaði óöruggt kynlíf.