Umhverfisvænn bíll fluttur með þotu

Sir Paul McCartney.
Sir Paul McCartney. Reuters

Japanski bílaframleiðandinn Lexus gaf sir Paul McCartney nýlega limósínu með umhverfisvænni tvinnvél í þakklætisskyni fyrir að hafa vakið athygli á „grænum“ bílum.

En sir Paul var ekki skemmt er hann komst að því að bíllinn var fluttur frá Japan til Bretlands með flugvél, og olli því margfalt meiri mengun en ef hann hefði verið fluttur sjóleiðis.

Blaðið Daily Mirror hefur eftir heimildamanni að sir Paul fái ekki skilið hvers vegna nokkrum manni hafi dottið í hug að senda stóran bíl með flugvél frá Japan til Bretlands.

Fulltrúi flutningafyrirtækisins Swissport, sem sá um flutninginn á bílnum, sagði: „Okkur ofbauð hræsnin í því að fljúga með umhverfisvænan bíl alla leið frá Japan.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert