Kafarar hafa fundið marmarabrjóstmynd af Sesari, keisara Rómverja, í ánni Rón í Frakklandi, og segir franska menningarmálaráðuneytið að um kunni að vera að ræða elstu styttu sem vitað sé um af Sesari. Bráðabirgðaaldursgreining bendir til að hún sé frá árinu 46 fyrir Krist.
Brjóstmyndin fanns meðal fleiri muna í Rón skammt frá bænum Arles, sem Sesar stofnaði árið 46 f.Kr. Sumir munanna „eru einstæðir í Evrópu,“ sagði Christine Albanel menningarmálaráðherra.
Myndin af Sesari sé sú elsta sem vitað sé um, en telja megi víst að hún sé frá stofnunarári Arles.
Kafararnir, sem jafnframt eru fornleifafræðingar, eru að reyna að komast að því hvers vegna mununum sem fundust var sökkt í ána.