Geirfuglsegg til sýnis í Liverpool

Geirfugl í Náttúrugripasafni Íslands.
Geirfugl í Náttúrugripasafni Íslands.

Geirfuglsegg, sem verið hefur í eigu World Museum í Liverpool á Englandi í 150 ár, er nú til sýnis þar í fyrsta skipti. Aðeins er vitað um 75 geirfuglsegg í heiminum en geirfugl hefur verið útdauður frá því um miðja 19. öld.

Eggið í Liverpool er meðali muna, sem 13. jarlinn af Derby gaf safninu árið 1852. Haft er eftir Clem Fisher, safnstjóra, að eggið sé frá tímum þar sem náttúruvernd var óþekkt hugtak og minni á það hvernig heilu dýrategundirnar geta horfið á stuttum tíma.

Talið er að síðasta geirfuglaparið hafi verið veitt í Eldey árið 1844. Síðast sást til geirfugls á Nýfundnalandi árið 1852. 

Umfjöllun um geirfuglseggið á vef World Museum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert