Smoothies ekki betri en kók og djús

Tannlæknar hafa varað við því að vinsældir jógúrtdrykkja (Smoothies) geti leit til faraldar í tannskemmdum. Segja þeir hættuna ekki síst felast í því að drykkirnir séu álitnir heilsusamlegir. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Tannlæknarnir segja að þótt rétt sé að oft sé mikið af vítamínum í slíkum drykkjum sé einnig oft mikið af sykri í þeim, jafnvel þótt þeir séu ekki með viðbættum sykri. Þá séu þeir oft mjög súrir, vegna ávaxtanna sem í þeim eru, en sambland af sykri og sýru er sérlega slæmt fyrir glerung tanna.

„Vandinn felst í því að tennurnar eru lengi umluktar sykri og sýru,” segir Ulla Pallesen, yfirtannlæknir og deildarstjóri tannlæknadeildar Kaupmannahafnarháskóla. „Og í því sambandi skiptir engu máli hvort sykur er unnin úr hunangi eða sykri eða hvort hann kemur úr þeim ávöxtum sem í drykknum er.”

Þá segir hún að slíkir drykkir séu því engu betri fyrir tennurnar en gosdrykkir eða ávaxtasafar og að fólki sé því ráðlagt að neyta þeirra í hófi og helst með öðrum mat sem dragi út áhrifum sykur og sýrublöndunnar. Einnig ráði hún fólki alfarið frá því að gefa börnum slíka drykki í stað annarra máltíða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert