Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA bíða nú spenntir eftir því að að sjá hvort Phoenix-geimfarið, sem er ómannað könnunarfar, lendi heilu á höldnu á rauðu plánetunni Mars á sunnudag.
Phoenix er nýjasta könnunarfar NASA og er því ætlað að leita að lífi á Mars. Svo gæti hins vegar farið að Phoenix brotlendi en aðeins tæplega 50% lendinga á Mars lukkast.
Þess má geta að Dr. Haraldur Páll Gunnlaugsson, prófessor við Árósaháskóla í Danmörku, sem er einn helsti Mars-sérfræðingur Íslands, er í hópi alþjóðlegra
vísindamanna sem sjá um mælingar geimfarsins á yfirborði Mars, en hann
hannaði vindmæli fyrir geimfarið.