Netnotendur verða sífellt óbilgjarnari

AP

Not­end­ur nets­ins verða sí­fellt óbil­gjarn­ari og meira sjálf­bjarga á vefn­um, sam­kvæmt niður­stöðum nýrra rann­sókna. Árleg skýrsla hins þekkta net­könnuðar Jak­obs Niel­sen leiðir í ljós að þol­in­mæði net­not­enda verður sí­fellt minni.

Þetta kem­ur fram í frétt BBC.

Marg­ir not­end­ur hafa eng­an áhuga á að staldra við á vefj­um og skoða það sem þar er í boði, held­ur vilja kom­ast rak­leitt að ákveðnu marki sem þeir vita fyr­ir­fram hvert er, finna þar það sem þeir leita að, og fara.

Flest­ir virða að vett­ugi alla viðleitni til að fá þá til að staldra við, og láta ekki glepj­ast af aug­lýs­ing­um sem eiga að ná at­hygli þeirra.

BBC hef­ur eft­ir Niel­sen að sam­kvæmt mæl­ing­um tak­ist nú um 75% net­not­enda að finna það sem þeir leita að, en 1999 var þetta hlut­fall sex­tíu af hundraði.

Fyr­ir þessu eru aðallega tvær ástæður, seg­ir hann:

Hönn­un vefja hef­ur batnað til muna, og not­end­ur eru orðnir van­ari hinu gagn­virka um­hverfi sem netið er.

Núorðið eru not­end­ur mun meira sjálf­bjarga á net­inu. Þeir vita hvað þeir vilja og hvernig best er að nálg­ast það. Þetta ger­ir að verk­um, seg­ir Niel­sen, að not­end­ur eru óbil­gjarn­ari og láta síður til­leiðast að „skoða sig um“ og at­huga það sem boðið er upp á og reynt að nota til að fanga at­hygli þeirra.

„Net­not­end­ur hafa alltaf verið óbil­gjarn­ir, en þeir verða það í sí­aukn­um mæli,“ hef­ur BBC eft­ir Niel­sen.

En hann kveðst aft­ur á móti telja að þeir sem halda úti vef­setr­um hafi ekki enn áttað sig á því hversu sjálf­bjarga not­end­ur séu orðnir.

Niel­sen seg­ir enn­frem­ur, að breyt­ing hafi orðið á því hvernig net­not­end­ur nálg­ist það sem þeir séu á hött­un­um eft­ir. Notk­un á leit­ar­vél­um hafi snar­auk­ist.

Í fyrra fóru aðeins um 25 af hundraði þá leið, að finna fyrst vef­set­ur og fikra sig síðan áfram, hlekk af hlekk, uns áfangastaðnum var náð. All­ir hinir notuðu leit­ar­vél­ar til að fara beina leið á ná­kvæm­lega þann stað sem leitað var að.

„Leit­ar­vél­ar ráða ein­fald­lega lög­um og lof­um á vefn­um,“ seg­ir Niel­sen.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert