Áætlað er að geimfarið Fönix lendi á reikistjörnunni Mars laust fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma. Markmiðið er rannsaka jarðveg í grennd við norðurskaut stjörnunnar, þar sem vonast er til að farið nái að lenda, til að komast að því hvort sífrerinn þar kunni að hafa gefið möguleika á frumstæðu lífi.
Tíminn sem það mun taka Fönix að fara inn í andrúmsloft Mars og lenda hefur verið kallaður „sjö mínútur í helvíti“, og það ekki að ástæðulausu. Yfir helmingur þeirra geimfara sem reynt hefur verið að lenda á Mars hefur farist.
Fönix á að lenda á um átta km hraða, en fallhlífar og eldflaugar eiga að draga úr aðflugshraðanum, sem í byrjun verður um 19.300 km/klst.
Fylgjast má með niðurtalningu að lendingunni hér.