Aukakíló auka framalíkur karla

Aukakílóin standa ekki í vegi fyrir frama fyrirsætunnar Kate Moss.
Aukakílóin standa ekki í vegi fyrir frama fyrirsætunnar Kate Moss. Reuters

Aukakíló auka líkur danskra karlmanna á  velgengni í starfi en draga úr framalíkum kvenna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var við verslunarskóla Árósaháskóla í Danmörku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Jane Greve, doktor í vinnuhagfræði, segir það ekki koma á óvart að útlit kvenna skipta máli varðandi framalíkur þeirra en að það veki hins vegar  athygli að hið sama eigi alls ekki við um karla sé offita þeirra innan ákveðinna marka.

„Rannsóknin sýnir svart á hvítu að aukakíló hafa neikvæð áhrif á frama kvenna á vinnumarkaði. Konur sem eru vel í holdum fá síður vinnu og þær sem eru í vinnu fá lægri laun,” segir hún en rannsókn hennar byggir á upplýsingum um 8.000 Dani.

Möguleikar feitlaginna karla á því á fá vinnu og góð laun eru hins vegar betri en möguleikar grannra karla eigi þeir ekki við stórvægilegt offituvandamál að stríða.„Það er erfitt að ráða í það hvort þetta ræðst af því að feitlagnir karlar fái frekar vinnu þar sem reynir á líkamlegan styrk eða hvort rekja megi niðurstöðuna til þess aukakíló séu styrkleikamerki á milli karla,” segir Greve.

Þá segir hún tengsl á milli holdafars og launa minna í störfum á vegum hins opinbera en í einkafyrirtækjum. „Þetta ræðst af því að það er erfiðara að gera upp á milli fólks sem starfar hjá hinu opinbera, þar sem frekar er farið er eftir launaþrepakerfum” segir hún.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert