Kynlífsáhugi karla minnkar

Rob Lowe er yfirlýstur kynlífsfíkill og á því ekki við …
Rob Lowe er yfirlýstur kynlífsfíkill og á því ekki við umræddan vanda að etja. Hér er hann með eiginkonu sinni Sheryl Lowe. Reuters

Til­koma örvun­ar­lyfja fyr­ir karl­menn á borð við Via­gra hef­ur gert það að verk­um að æ fleiri karl­ar neyðast nú til að viður­kenna að þeir nenni hrein­lega ekki að stunda kyn­líf. Þetta seg­ir breski sér­fræðing­ur­inn Peter Bell, sem starfar hjá ráðgjafa­fyr­ir­tæk­inu Rela­te. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Bell seg­ir að 40% fjölg­un hafi orðið í hópi þeirra karla sem leiti sér aðstoðar vegna áhuga­leys­is um kyn­líf frá til­komu Via­gra .„Karl­ar sem kyn­lífs­vanda­mál hafa talað um getu­leysi en sá vandi hef­ur Via­gra að mestu leyst,” seg­ir hann. „Nú sjá­um við hins veg­ar fjölda karla sem upp­lifa það sama og marg­ar kon­ur upp­lifðu á fimmta ára­tugn­um. Lík­am­lega stend­ur ekk­ert í vegi fyr­ir því að þeir stundi kyn­líf en þeir hafa eng­an áhuga á því þar sem þeir fá ekk­ert út úr því".

Þá seg­ir hann að um helm­ing­ur þeirra karla sem leiti til hans nú seg­ist vera al­ger­lega áhuga­laus­ir um kyn­líf en að fyr­ir tíu árum hafi karl­ar næst­um aldrei sagt það vera vanda­mál. „Skort­ur á  kyn­lífslöng­um er aðallega vanda­mál á meðal kvæntra karla á aldr­in­um 30 til 60 ára," seg­ir hann í viðtali við The Guar­di­an.

Seg­ist hann telja ástæðuna m.a. vera þá að kon­ur geri orðið meiri kröf­ur í kyn­lífi og að karl­ar séu oft und­ir mikl­um þrýst­ingi að sinna þeim.  Ráðgjaf­inn Cary Cooper tek­ur í sama streng og seg­ir karla oft hafa minni skiln­ing á eig­in til­finn­ing­um en kon­ur auk þess sem þá  vanti oft fé­lags­leg­an stuðning.  Einnig dragi vinnu­tengt álag úr kyn­lífslöng­un margra karla.

Michael King, pró­fess­or við Uni­versity Col­l­e­ge Medical School í London tel­ur vand­ann hins veg­ar tengj­ast út­breiðslu þung­lynd­is en al­gengst er að karl­ar þjá­ist af þung­lyndi á aldr­in­um 30 til 50 ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka