„Mest hugsað til Pink Floyd“

„Mér var eiginlega mest hugsað til Pink Floyd á meðan við vorum að heyra um ferð geimfarsins niður í gegnum lofthjúpinn. Mér leið svona eins og lýst er í laginu „Comfortably Numb“,“ segir vísindamaðurinn Haraldur Páll Gunnlaugsson sem tekur þátt í rannsóknarleiðangri Marskönnunarfarsins Fönix.

Geimfarið lenti heilu á höldnu á norðurpól Mars rétt fyrir miðnætti í gærkvöld að íslenskum tíma eftir að hafa ferðast um 680 milljón km leið frá jörðinni. Könnunarfarið hefur sent myndir frá svæðinu, sem verið er að rannsaka í fyrsta sinn.

„Fönix á að leita af vatni og hversu lífvænlegur jarðvegurinn er [á Mars],“ segir Haraldur, sem er prófessor við Árósaháskóla í Danmörku.Hann er í hópi alþjóðlegra vísindamanna sem sjá um mælingar Fönix, á yfirborði Mars, en hann hannaði vindmæli fyrir geimfarið. Mbl sjónvarp ræddi við Harald sem er staddur Tucson í Arizona þaðan sem leiðangrinum er stjórnað.  

„Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið lent á svona á svæði á Mars, þar sem við vitum að það er ís undir yfirborðinu [...] Það verður gaman núna á næstu dögum að byrja grafa niður í þetta og sjá á hvaða formi ísinn er, og sjá efnafræðina sem tengist honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert