Hálfgert neyðarástand ríkir í alþjóðlegu geimstöðinni en hátæknisalernið í stöðinni er bilað. Von á geimferjunni Discovery þangað fyrr en um helgina og vonast geimfararnir í geimstöðinni nú til þess að með í för verði varahlutir, sem hægt sé að nota til að gera við salernið.
Salernið er að sögn mikið tækniundur en áður en það var tekið í notkun þurftu geimfarar að nota sérstaka poka. Hugsanlega þurfa þeir að grípa til pokanna aftur.