Myndir hafa náðst af sjaldgæfri nashyrngingategund, sem hefst við djúpt í frumskógum Jövu í Indónesíu. Alþjóða náttúruverndarsjóðurinn, WWF, kom tveimur myndavélum fyrir í Ujung Kulon og þegar vélanna var vitjað komu myndirnar í ljós.
Einni nashyrningskúnni var ekkert um myndavélina gefið, réðist á hana og braut hana.
Talið er að innan við 60 nashyrningar af þessari tegund séu eftir á Ujung Kulon skaga á Jövu.