EVE Online-þingmenn á leið til Íslands

mbl.is

Ein­ung­is nokkr­um vik­um eft­ir að Alþingi Íslend­inga held­ur í sitt langþráða sum­ar­frí mun annað þing koma sam­an á ís­lenskri grund. Þetta þing hef­ur þó mun meira yf­ir­ráðasvæði en hið ís­lenska Alþingi því þegn­arn­ir koma úr allt að 5000 sól­kerf­um.

Hinir ný­kjörnu þing­menn tölvu­leiks­ins EVE On­line munu koma sam­an á Íslandi 19. júní og þar munu hinir kjörnu full­trú­ar ráða ráðum sín­um og ákveða fram­vindu lýðræðis í net­leikn­um vin­sæla.

„Í raun og veru er bara planið að láta þá vinna,“ seg­ir Pét­ur Óskars­son hjá CCP en hann hef­ur komið mikið við sögu við inn­leiðingu lýðræðis í tölvu­leikn­um. „Við ætl­um að setja þá í það sem þeir voru kosn­ir til að gera, það er að segja að gefa okk­ur ráð í sam­bandi við EVE. Segja okk­ur frá því hvað er í koll­in­um á hinum spil­ur­un­um og gefa okk­ur nýtt sjón­ar­horn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert