EVE Online-þingmenn á leið til Íslands

mbl.is

Einungis nokkrum vikum eftir að Alþingi Íslendinga heldur í sitt langþráða sumarfrí mun annað þing koma saman á íslenskri grund. Þetta þing hefur þó mun meira yfirráðasvæði en hið íslenska Alþingi því þegnarnir koma úr allt að 5000 sólkerfum.

Hinir nýkjörnu þingmenn tölvuleiksins EVE Online munu koma saman á Íslandi 19. júní og þar munu hinir kjörnu fulltrúar ráða ráðum sínum og ákveða framvindu lýðræðis í netleiknum vinsæla.

„Í raun og veru er bara planið að láta þá vinna,“ segir Pétur Óskarsson hjá CCP en hann hefur komið mikið við sögu við innleiðingu lýðræðis í tölvuleiknum. „Við ætlum að setja þá í það sem þeir voru kosnir til að gera, það er að segja að gefa okkur ráð í sambandi við EVE. Segja okkur frá því hvað er í kollinum á hinum spilurunum og gefa okkur nýtt sjónarhorn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert