Geimskot Discovery tókst vel

Geimferjunni Discovery var í kvöld skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída en ferðinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með japanska rannsóknarstofu  auk varahluta í hátækisalernið, sem bilaði í vikunni í geimstöðinni. 

Sjö manna áhöfn er um borð í geimferjunni og er áætlað að ferðin til geimstöðvarinnar taki tvo daga. 

Fimm þunnar flögur af harðnaðri einangrunarfroðu féllu af geimferjunni í geimskotinu en starfsmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að ekki sé talið að skemmdir hafi orðið á ferjunni.

Rannsóknarstofan, sem nefnist Kibo, verður stærsta herbergið í geimstöðinni en hún er á stærð við rútu. Þegar búið verður að koma rannsóknarstofunni fyrir vantar um fjórðung upp á að geimstöðin sé fullbyggð.

Discovery skotið á loft frá Kennedy geimferðamiðstöðinni á Canaveralhöfða.
Discovery skotið á loft frá Kennedy geimferðamiðstöðinni á Canaveralhöfða. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert