Geimsalernið komið í lag

00:00
00:00

Mun létt­ara er nú yfir íbú­un­um í alþjóðlegu geim­stöðinni eft­ir að há­tækn­isal­ernið í stöðinni er komið í lag. Sal­ernið bilaði í síðustu viku og vara­hlut­ir komu með geim­ferj­unni Disco­very í viku­byrj­un. Rúss­neski geim­far­inn Oleg Konon­en­ko brá sér í hlut­verk pípu­lagn­inga­manns og gerði við sal­ernið.

Konon­en­ko, sem er yf­ir­vél­stjóri í geim­stöðinni, skipti um bilaða dælu og tók viðgerðin tæpa þrjá tíma. Sal­ernið, sem er rúss­nesk hönn­un, hafði aðeins virkað með herkj­um undafarna daga.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert