Geimsalernið komið í lag

Mun léttara er nú yfir íbúunum í alþjóðlegu geimstöðinni eftir að hátæknisalernið í stöðinni er komið í lag. Salernið bilaði í síðustu viku og varahlutir komu með geimferjunni Discovery í vikubyrjun. Rússneski geimfarinn Oleg Kononenko brá sér í hlutverk pípulagningamanns og gerði við salernið.

Kononenko, sem er yfirvélstjóri í geimstöðinni, skipti um bilaða dælu og tók viðgerðin tæpa þrjá tíma. Salernið, sem er rússnesk hönnun, hafði aðeins virkað með herkjum undafarna daga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka