Heimsins hraðasta tölva kynnt

Þróun Roadrunner tók sex ár hjá IBM og Los Alamos …
Þróun Roadrunner tók sex ár hjá IBM og Los Alamos rannsóknarstofunni í New Mexiko ríki. AP

Vís­inda­menn á vopn­a­rann­sókn­ar­stofu Banda­ríkja­stjórn­ar hafa byggt heims­ins hröðustu tölvu, sem get­ur unnið úr bill­j­arði skip­ana á sek­úndu.  

Orku­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna og tölvu­fyr­ir­tækið IBM kynntu tölv­una í dag, sem m.a verður notuð til þess að halda við vara­birgðum kjarn­orku­vopna Banda­ríkj­anna.  Orku­málaráðherra, Samu­el Bodm­an, seg­ir nýju tölv­una, sem nefnd hef­ur verið Roa­drunner, einnig verða notaða til þess að aðstoða við að leysa orku­vanda heims­ins, og til þess að opna nýja mögu­leika í rann­sókn­ar­vinnu.

Unnið var þróun nýju tölv­unn­ar í sex ár hjá IBM og í Los Alamos rann­sókn­ar­stof­unni í Nýju-Mexí­kó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka