Þvottavél sem þarf ekki vatn

Tilraunir standa nú yfir í Bretlandi með þvottavél sem notar lítið sem ekkert vatn, og er vonast til að hún komi á almennan markað á næsta ári. Fyrirtækið sem stofnað hefur verið um þróun og markaðssetningu vélarinnar segir að hún mun einungis þurfa tæplega tvö prósent af þeirri orku og vatnsmagni sem hefðbundnar þvottavélar þurfi.

Plastflögur eru notaðar til að fjarlægja óhreinindi og bletti úr fötum, og eru þau því þurr eftir þvottinn. Leiðir það til mikils orkusparnaðar þar sem ekki er þörf á að nota þurrkara.

Fyrirtækið Xeros var stofnað út frá Háskólanum í Leeds til að markaðssetja þessa nýju tækni. Segir það að ekki sé reiknað með að þvottavélar af þessu tagi verði mjög ólíkar hefðbundnum vélum.

Þvottavélanotkun hefur vaxið um 23% í Bretlandi undanfarin 15 ár. Heimili þar í landi nota að meðaltali 21 lítra af vatni á dag til að þvo föt, sem eru um 13% vatnsnotkunar breskra heimila.

Venjuleg þvottavél notar um 35 kíló af vatni til að þvo hvert kíló af fötum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert