„Einhyrningur“ á Ítalíu

„Einhyrningurinn“ á Ítalíu.
„Einhyrningurinn“ á Ítalíu. AP

Dádýr með eitt horn á miðju höfðinu, líkt og einhyrningar í þjóðsögum, hefur sést á náttúruverndarsvæði skammt frá Flórens á Ítalíu, að því er greint var frá í gær. Talið er að erfðagalli hafi valdið því að dýrið er með eitt horn, en tvíburasystkin þess hefur tvö.

„Þarna hefur ævintýrið orðið að veruleika,“ sagði Gilberto Tozzi, framkvæmdastjóri Rannsóknamiðstöðvar í náttúruvísindum í bænum Prato. Dádýrið hefur hlotið nafnið „Einhyrningur.“

Tozzi sagði þetta í fyrsta sinn sem hann hafi séð svona tilfelli, og telur að svona frávik meðal dádýra kunni að hafa orðið kveikjan að þjóðsögum um einhyrninga.

Þetta dýr er ekki einsdæmi, þótt fá dæmi sé um einhyrnd dádýr. Það sem gerir þetta tilvik þó enn sérstakara en ella er að hornið skuli vaxa á miðju höfðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert