Plútó fellur í nýjan flokk hluta í geimnum

Plútó og mánar hans þrír, Charon, Nix og Hydra
Plútó og mánar hans þrír, Charon, Nix og Hydra Reuters

Plútó, sem þar til fyr­ir tæp­um tveim árum flokkaðist sem reikistjarna, fell­ur nú í nýj­an flokk hluta úti í geimn­um, svo­nefnd „plútóíð“ (plutoid), sem nefnd á veg­um Alþjóðasam­bands stjörnu­fræðinga (IAU) hef­ur ákveðið að kalla skuli litla og nær hnött­ótta hluti sem eru á braut í grennd við Neptún­us.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur BBC.

Ákvörðun alls­herj­arþings IAU 2006 að svipta Plútó stöðu reiki­stjörnu, eða plán­etu, og flokka hann sem „dverg­plán­etu“ vakti mikla at­hygli og gagn­rýni.

En talið var nauðsyn­legt að end­ur­flokka Plútó þar sem ný sjón­auka­tækni hafði leitt til þess að áður en langt um liði yrðu yfir fimm­tíu „reiki­stjörn­ur“ í sól­kerf­inu.

Þar af leiðandi tóku fé­lag­ar í IAU þá sögu­legu ákvörðun að end­ur­skil­greina sól­kerfið þannig að í því séu ein­ung­is átta reiki­stjörn­ur.

Í til­kynn­ingu frá Smá­hlut­a­nafna­nefnd IAU, sem fundaði í Ósló fyrr í vik­unni, seg­ir að dverg­plán­et­ur sem eru hand­an við Neptún­us skuli falla í nýj­an und­ir­flokk, plútóíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert