Stór morgunverður auðveldar megrun

Morg­un­verður­inn kann að vera mik­il­væg­asta máltíð dags­ins ef ætl­un­in er að fækka auka­kíló­un­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Of þung­ar kon­ur sem neyttu helm­ings dag­legs hita­ein­inga­skammts fyrri hluta dags­ins áttu auðveld­ara með að létt­ast en þær sem ekki fylgdu slíku mataræði.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur BBC, en höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, banda­ríski lækn­ir­inn Daniela Jaku­bowicz, skýrði frá niður­stöðum sín­um á ráðstefnu í San Francisco ný­verið.

Seg­ir hún að lít­ill morg­un­verður geti bein­lín­is aukið löng­un í mat, og hef­ur um ár­araðir ráðlagt sjúk­ling­um sín­um að borða mikið í morg­un­mat.

Í rann­sókn­inni sem hún gerði tóku þátt 96 of feit­ar kon­ur sem ekki hreyfðu sig mikið. Þær sem borðuðu lít­inn morg­un­mat neyttu alls 1.085 hita­ein­inga á dag, flest­ar úr fitu og pró­tíni, og var morg­un­verður­inn minnsta máltíð dags­ins, aðeins 290 hita­ein­ing­ar.

Aðrar neyttu alls 1.240 hita­ein­inga á dag, og var minna hlut­fall úr fitu, en meira úr pró­tíni og kol­vetn­um. Morg­un­verður­inn hjá þess­um hópi var alls 610 hita­ein­ing­ar, en há­deg­is­verður 395 og kvöld­mat­ur­inn 235.

Eft­ir fjóra mánuði virt­ist fyrr­nefnda hópn­um ganga bet­ur að létt­ast, en eft­ir alls átta mánuði hafði dæmið snú­ist við, og þær sem borðuðu stór­an morg­un­mat létt­ust meira.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert