Búið er að finna aðferð við að nema örugga vísbendingu í blóði ófrískra kvenna um það hvort fóstur þeirra er með Down's heilkenni eður ei.
Frá þessu er skýrt í Lundúnablaðinu The Times í dag. þar stendur að tilkoma þessarar prufu komi að öllum líkindum að auka fjölda kvenna sem gangast undir slík próf þar sem þau eru með öllu hættulaus móður og barni ólíkt legvatnsástunguprófinu sem iðkað er í dag.
Þessi aðferð var þróuð í Hong Kong og hafa tilraunir með hana sýnt að hún nemur 90% þeirra fóstra sem greinast með Down's heilkennið og sömuleiðis greinir það 97% barna sem ekki hafa heilkennið.
Tilraunir eru á frumstigi en ætla má að þetta verði komið í almenna notkun á næstu 3 til 5 árum.
Með þeim ástunguaðferðum sem notaðar eru í dag hefur sýnt sig að ein af hverjum 100 konum sem gangast undir þær á Bretlandi missa fóstur.