Snuð og eyrnabólgur

Foreldrar ættu að forðast að gefa börnum sínum snuð séu þau gjörn á að fá eyrnabólgu, segir í niðurstöðum nýrrar hollenskrar rannsóknar.

Rannsóknin stóð yfir í fimm ár við læknadeild háskólans í Utrecht að því kemur fram á fréttavef BBC. Í rannsókninni tóku þátt tæplega 500 hollensk börn undir fjögurra ára aldri. Áhættan á endurteknum eyrnabólgum reyndist vera tvöföld hjá þeim börnum sem notuðu snuð.

Að sögn vísindamannanna gáfu niðurstöðurnar í skyn að ef börn fengju eyrnabólgu einu sinni yrði næmið fyrir endurtekningum meira. Það að nota snuð virtist auka áhættuna verulega þar sem bakteríur ættu greiðari leið með vökvum úr nefinu og upp í miðeyrað.

Dr. Rovers, forvarsmaður rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar mikilvægar fyrir foreldra barna með eyrnabólguvandamál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert