Íslensk erfðagreining stefnir að síðasta takmarki líffræðinnar

Íslensk erfðagreining
Íslensk erfðagreining mbl.is/Jim Smart

Rannsókn á því hvaða erfðaþættir hafa áhrif á minni, athygli og hraða hugsunar er nú í startholunum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Er ætlunin að finna þá þætti í erfðamengi mannsins sem útskýra breytilega vitræna getu fólks.

Vitneskja um þetta er mikilvæg til að öðlast betri skilning á sjúkdómum sem tengjast heilastarfsemi, svosem minnissjúkdómum og geðröskunum. Einnig verða könnuð áhrif lífsstíls þeirra sem hafa áhættuerfðaþætti á framgang sjúkdómanna.

Lítið vitað um mannsheilann

Að sögn Kára er þetta í fyrsta sinn sem rannsókn af þessu tagi og stærðargráðu fer fram. Hann segir það feikilega mikilvægt að átta sig á breytilegri vitrænni getu fólks og hvað veldur henni. Þær upplýsingar geti varpað ljósi á hvernig heili mannsins starfar. Í því liggi lykillinn að þróun dýpri skilnings á hvernig þeir sjúkdómar sem herja á mannsheilann virka og hvernig megi meðhöndla þá. Þegar fram líða stundir megi jafnvel seinka þeim verulega eða fyrirbyggja þá alveg með ráðum sem ný þekking myndi leggja til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert