Ný rótarlén væntan.leg

Ný rótarlén eru í farvatninu.
Ný rótarlén eru í farvatninu. mbl.is/Frikki

Lík­ur eru á að inn­an tíðar muni verða hægt að kaupa eða leigja orð til að búa til ný rót­ar­lén í net­heim­um og þá verða lén á borð við heill­andi.kona eða sæt­ur.strák­ur hugs­an­lega tek­in í gagnið í stað .is eða .com, .net og .org sem nú eru í um­ferð.

Reiknað er með þess­ari bylt­ingu í net­heim­um nú í vik­unni því ICANN sam­tök­in sem hafa yf­ir­um­sjón með regl­um um net­föng og lén hyggj­ast gefa end­ing­ar á net­föng­um eða svo­kölluð rót­ar­lén frjáls.

ICANN mun funda í Par­ís nú í vik­unni og ræða hvernig bregðast megi við þeim skorti á lén­um sem steðjar að not­end­um nets­ins því reiknað er með að net­not­end­ur sem í dag eru um 1,3 millj­arðar muni klára öll mögu­leg lén í kring­um árið 2011 ef ekki verði gripið til þess­ara rýmk­ana.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert