Glaðlyndir fara sér fremur að voða

Lengi hefur verið talið að hláturinn lengi lífið
Lengi hefur verið talið að hláturinn lengi lífið Reuters

Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að skap­gerðarein­kenni fólks hafa mun meiri áhrif á heilsu þess og lífs­lík­ur en hingað til hef­ur verið talið. Þá kem­ur á óvart að niður­stöður rann­sókn­ar sem unn­in var við Kali­forn­íu-há­skóla benda til þess að meiri lík­ur eru á að mjög glaðlynt fólk lát­ist fyr­ir ald­ur fram en þeir sem eru þyngri í skapi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

"Börn sem for­eldr­ar og kenn­ar­ar segja glaðvær og með ríka kímni­gáfu  deyja fyrr á full­orðins­ár­um en þau sem ekki eru jafn glaðvær," segja vís­inda­menn­irn­ir sem unnu rann­sókn­ina í breska blaðinu The Daily Mail. Þá  segja þeir eina hugs­an­lega skýr­ingu á þessu vera þá að já­kvætt og glaðvært fólk van­meti hætt­urn­ar í líf­inu og fari sér því frem­ur að voða en aðrir.

Fyrri rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að já­kvæðir ein­stak­ling­ar lifi að meðaltali leng­ur en aðrir og hef­ur það m.a. verið rakið til þess að þeir hafi meiri lífs­vilja og lifi betra fé­lags­lífi en aðrir og að það dragi úr streitu. Einnig hafa rök verið færð fyr­ir því að já­kvæðni styrki ónæmis­kerfið og dragi úr streitu­áhrif­um.

Fram kem­ur í The Daily Mail að þekkt sé að fólk með svo­nefnd­an A-per­sónu­leika, þ.e. metnaðar­gjarnt fólk sem ger­ir mikl­ar kröf­ur um ár­ang­ur, sé lík­legra til að þjást af hjarta­sjúk­dóm­um en fólk með aðra skap­gerðar­eig­in­leika.

Þá hafa rann­sókn­ir sýnt að lík­legra sé að fólk með aðra skap­gerðar­eig­in­leika fái maga­sár, veiru­sýk­ing­ar og Park­in­son-sjúk­dóm­inn.

Dean Hamer,  sér­fræðing­ur við banda­rísku stofn­un­ina Nati­onal Cancer Institu­te, seg­ir ljóst að per­sónu­leiki fólks mót­ist bæði af erfðum og upp­vexti. Ekki liggi hins veg­ar fyr­ir nein al­gild skýr­ing á því hvers vegna fylgni sé á milli ákveðinna skap­gerðarein­kenna og ákveðinna sjúk­dóma.

Sam­kvæmt rann­sókn­un­um er mest fylgni á milli lang­líf­is og  sam­visku­semi og segja vís­inda­menn­irn­ir að lík­leg­ast sé að rekja megi þau tengsl til þess að sam­visku­sam­ir ein­stak­ling­ar lifi heil­brigðara lífi en aðrir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert