Plöntur flýja til fjalla

Plönt­ur eru lagðar á flótta und­an hlýn­andi and­rúms­lofti jarðar, og leita á hærri og kald­ari slóðir en áður, sam­kvæmt rann­sókn á 171 skógar­plöntu­teg­und í Vest­ur-Evr­ópu. Flest­ar hafa valið sér nýtt kjör­lendi í meiri hæð yfir sjáv­ar­máli, þar sem loftið er kald­ara.

Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að greina merki um lofts­lags­breyt­ing­ar á hæðardreif­ingu plantna, en ekki ein­vörðungu í viðkvæm­um vist­kerf­um, seg­ir Jon­ath­an Leno­ir, vís­indamaður við AgroP­arisTech í Nice í Frakklandi.

Hann og sam­starfs­fólk hans upp­götvaði „um­tals­verða til­færslu upp á við á kjör­lend­is­hæð plantna, þeirri hæð yfir sjáv­ar­máli þar sem lík­leg­ast er að plönt­urn­ar sé að finna.“

Frá niður­stöðunum er greint í vís­inda­rit­inu Science.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert