Uppgötvun Hjartaverndar vekur víða mikla athygli

Uppgötvun vísindamanna hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar og við Johns Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum um breytingar á erfðamengi mannsins með aldri vekur vonir um betri skilning á tilurð flókinna, síðkominna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbameina. Uppgötvunin getur hugsanlega skýrt hvers vegna sumir fá sjúkdóma en aðrir ekki. Ennfremur getur hún jafnvel skýrt þróun flókinna sjúkdóma hjá fólki.

Rannsóknin beindist að svonefndum utangenamerkjum. Um er að ræða efnahópa sem eru oft hengdir á erfðaefnið (DNA) og hafa greinilega áhrif á tjáningu gena. Þau erfast án þess að vera hluti af DNA-röðinni og taka þátt í stjórnun á genum í erfðamengi mannsins. Breytingar á þeim geta því haft áhrif á tilurð og þróun sjúkdóma.

Vilmundur Guðnason, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, segir að rannsókn á rúmlega 100 þátttakendum í öldrunarrannsókn Hjartaverndar hafi sýnt að um þriðjungur þeirra hafi mælst með marktæka breytingu á milli tíma. Sömu niðurstöður hafi fundist í hópi fólks í Utah í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert