Talið er að um fjögur hundruð þúsund manns hafi hætt að reykja frá því að bann við reykingum tók gildi á Englandi fyrir ári síðan. Samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá á vef Independent er talið að reykingabannið muni koma í veg fyrir 40 þúsund dauðsföll á næstu tíu árum. Aldrei áður hafa jafn margir hætt að reykja á Englandi á einu ári.
Þann 1. júlí í fyrra tók gildi bann við reykingum á almenningsstöðum á Englandi, þar á meðal á börum og veitingastöðum. Bann við reykingum hefur gilt í Skotlandi frá 26. mars 2007 og Wales frá 2. apríl í ár. Talið er að um 22% fullorðinna reyki í Bretlandi. Ef fram fer líkt og áhorfir er talið að hlutfallið verði komið niður í 15% innan tíu ára, samkvæmt rannsókninni sem Independent vísar í.