Fæðuvenjur erfast

Reuters

Rannsóknir á dýrum benda til þess að neyti móðir óhollrar fæðu á meðgöngu geti það haft langvarandi áhrif á heilsu afkvæma hennar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Rannsóknirnar voru m.a. gerðar á rottum sem fengu feitar unnar kjötvörur á meðgöngu og sýndi þær að afkvæmi þeirra hafa hátt fituinnihald í blóði og safna fitu í kring um helstu líffæri áður en þau ná kynþroskaaldri.

Þá eru meiri líkur á að afkvæmi mæðra sem neyta slíkrar fæðu á meðgöngu, þjáist af sykursýki, jafnvel þótt þau neyti sjálf hollrar fæðu. Sá munur reyndist þó á milli kynja að karlkyns afkvæmi mæðra sem neyttu óhollrar fæðu mældust með hærra magn insúlíns í blóð og lægra hlutfall blóðsykur en kvenkyns afkvæmi.   

Prófessor Neil Stickland, sannar forsvarsmanna rannsóknarinnar, segir líklegt að hið sama eigi við um manneskjur. „Nokkur grundvallaratriði líkamsstarfseminnar er eins hjá mönnum og rottum," segir hann. „Það er því full ástæða til að ætla að þau áhrif sem við sjáum hjá rottum eigi einnig við um menn.

Rannsóknirnar voru gerðar við breska dýralæknaskólann Royal Veterinary College og studdar af samtökunum London's Wellcome Trust. Greint er frá niðurstöðunum í tímaritinu The Journal of Physiology. 

Fyrri rannsókn sömu aðila sýndi fram á að afkvæmi rotta sem átu óholla fæðu á meðgöngu, leituðu meira í óhollustu en afkvæmi rotta sem neyttu hollrar fæðu á meðgöngu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert