Transfitusýrur: Fita bönnuð

Eyþór Árnason

Hert fita er útlæg af matardiskum New York-búa frá og með deginum í dag, þegar fullt bann við notkun transfitusýra tekur gildi. Neysla transfitusýrum eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Borgin er sú fyrsta í Bandaríkjunum til að taka upp svo harðar reglur gegn hörðu fitunni, en fimm ár eru síðan transfitusýrur voru bannaðar í Danmörku.

Þrír mánuðir í aðlögun

Eftir aðlögunartímann mega þeir sem lauma vitlausri fitu í matinn sinn eiga von á 2.000 dala sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert