Aldrei fleiri frjókorn

mbl.is/Þorkell

Aldrei hafa mælst jafn­mörg frjó­korn í Reykja­vík í júní­mánuði og nú frá því mæl­ing­ar hóf­ust árið 1988. Þeir sem glíma við grasof­næmi ættu að forðast svæði sem sjald­an eru sleg­in.

Mar­grét Halls­dótt­ir, hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands sem held­ur utan um mæl­ing­arn­ar, seg­ir skil­yrði fyr­ir frjódreif­ingu sjald­an hafa verið betri: þurrviðri, hlý­indi, hæfi­leg­ur vind­ur flesta daga og aldrei þoka. „Auk þess var túnið við Bú­staðaveg­inn, þar sem frjó­korna­gildr­an er, ekki slegið fyrr en í gær [fyrra­dag] og mælireit­ur­inn sjálf­ur var fyrst sleg­inn síðastliðinn föstu­dag. Þetta ger­ir það að verk­um að marg­ar gras­teg­und­ir þar hafa náð að blómg­ast með til­heyr­andi frjó­korn­um.“

Hún seg­ir að vegna þess hve tíðin er góð sé gróður­inn kom­inn lengra á veg núna en á sama tíma í fyrra. „Töl­urn­ar núna gefa því vís­bend­ingu um hvernig þetta er á svæðum þar sem sjald­an er slegið. Fólk með grasof­næmi á að forðast slíka staði því þar er frek­ar hætta á gras­frjó­um en ann­ars staðar.“

Þyrlast upp í roki

Alls mæld­ust 49 gras­frjó, 4 súru­frjó og eng­in birkifrjó í rúm­metra lofts í Reykja­vík í fyrra­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert