Um 45% kvenna sem eru komnar yfir nírætt þjáist af elliglöpum á meðan einungis 28% karla á sama reki glíma við elliglöp. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í tímaritinu Neurology. Ekki virðist liggja ljóst fyrir hvað skýrir þennan mikla mun á milli kynjanna en algengara er að eldri konur fái hjartaáfall eða hjartasjúkdóma en karlar á sama aldri. Auknar líkur eru á elliglöpum í kjölfar slíkra veikinda.
Á fréttavef BBC kemur fram að ekki hafi verið framkvæmdar margar rannsóknir á elliglöpum hjá fólki sem er komið yfir nírætt en alls tóku níu hundruð manns í þessari rannsókn. Samkvæmt henni tvöfaldast líkur á elliglöpum hjá konum eftir að þær ná níræðisaldri en ekki hjá körlum. Konur sem hafa aflað sér æðri menntunar eru síðri til þess að þjást af elliglöpum en þær sem einungis ljúka grunnnámi.