Mozilla, sem þróar vafrann Firefox, segist hafa slegið heimsmet í mesta fjölda niðurhala á hugbúnaði á einum sólarhring. Þetta kemur fram á síðu Reuters.
Yfir 8 milljónir manna náðu í þriðju útgáfu vafrans, Firefox 3, fyrsta sólahringinn eftir útgáfu hans. Hver sem er getur náð sér í vafrann á heimasíðu Mozilla, algerlega að kostnaðarlausu.
Helstu keppinautar Firefox eru Internet Explorer frá Microsoft og Safari, sem Apple er með.