Hægt að búa til Google kort af Íslandi

Google
Google AP

Google hefur tekið í notkun sérstakt kortagerðarforrit sem kallast Google Map Maker. Það gerir notendum kleift að breyta og bæta upplýsingum við kortagagnagrunn fyrirtækisins. Þetta kemur fram á sérstakri kortabloggsíðu Google sem skoða má hér.

Á síðunni kemur fram að Google Map Maker sé mikilvægt skref í því að virkja notendur Google Maps og gefa þeim möguleika á að búa til hágæðakort af hverfum sínum, borgum og löndum. Forritið geri fólki kleift að bæta við og breyta flestu því sem hægt er að sjá á kortum, s.s. vegum, vötnum, almenningsgörðum, áhugaverðum stöðum o.s.frv. Um leið og þetta er gert uppfærast kortin sjálfkrafa.

Hægt er að búa til kort af löndum á borð við Kýpur, Ísland, Pakistan, Víetnam o.m.fl. Einhver gögn eru þegar til staðar en á síðu Google kemur fram að nauðsynlega þurfi að bæta við upplýsingum um þessa staði. Gott væri að fá þær upplýsingar frá íbúum staðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka