Fleiri sönnunargögn hafa komið í ljós sem styðja þá kenningu að efnaójafnvægi í heila sé meginorsök vöggudauða.
Vísindamenn uppgötvuðu við tilraunir á músum að þegar lítið magn var af serótóníni í í heilanum urðu breytingar á hjartslætti og líkamshita sem olli skyndilegum dauða músanna. Serótónín er boðefni sem ber skilaboð milli heilasella og yfirleitt tengt lundarfari.
Í rannsókninni var hægt á serótónínframleiðslu hluta músanna. Sá hópur var mun líklegri til að drepast skyndilega. Minna magn serótóníns hafði áhrif á heilastofninn sem tengist mænunni og hjálpar til við að stýra lungum og hjarta.
Að sögn rannsakandans Dr. Cornelius Gross virtust mýsnar við fyrstu sýn eðlilegar. „En svo skyndilega féll hjartslátturinn og líkamshitinn. Yfir helmingur músanna drapst að lokum af þessum völdum.“