Dómari í máli bandaríska fjölmiðlarisans Viacom gegn vefsíðunni YouTube hefur að kröfu Viacom óskað eftir gögnum um þá sem hafa skoðað myndskeið á YouTube.
Kanna á hvort sé vinsælla, efni varið af höfundarrétti eða annað efni. Gagnasöfnunin þykir þó stríða gegn lögum um persónuvernd.
Talsmenn Viacom staðhæfa að YouTube þrífist á að líta viljandi framhjá lögum um höfundarrétt.