Ráðstefna um fræðilega tölvunarfræði

Nú er hald­in í Há­skól­an­um í Reykja­vík alþjóðleg ráðstefna um fræðilega tölv­un­ar­fræði, ICALP 2008. Þetta er í 35. sinn sem ICALP ráðstefna er hald­in, og að sögn aðstand­enda er þetta sú fjöl­menn­asta til þessa, en á fimmta hundruð manna sæk­ir ráðstefn­una og vinnu­stof­ur henni tengd­ar.



Á ráðstefn­unni verða meðal ann­ars af­hent Gödel-verðlaun­in, ein helstu verðlaun vís­inda­sam­fé­lags­ins, en þau eru af­hent fyr­ir bestu vís­inda­grein árs­ins á sviði fræðilegr­ar tölv­un­ar­fræði. Sig­ur­grein­ina má lesa með því að smella hér

Evr­ópsku sam­tök um fræðilega tölv­un­ar­fræði, EATCS standa að ráðstefn­unni, en skipu­lagn­ing ráðstefn­unn­ar hér á landi var í hönd­um rann­sókna­set­urs í fræðilegri tölv­un­ar­fræði, ICE-TCS, við Há­skól­ann í Reykja­vík.

Á fimmta hundrað er­lendra fræði- og áhuga­manna víða að sæk­ir ráðstefn­una, en henni er skipt í þrjár braut­ir; a) reikni­rit, flækj­u­stigs­fræði og leiki, b) rök­fræði, merk­ing­ar­fræði og grund­vall­ar­atriði for­rit­un­ar og c) kjarna tölvu­ör­ygg­is og dul­kóðunar. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um ráðstefn­una og dag­skrá henn­ar er að finna á www.hr.is/​icalp08.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka