Fiskurinn frábært megrunarfæði

Fiskur getur hjálpað til í baráttunni við offitu
Fiskur getur hjálpað til í baráttunni við offitu mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Omega-3 fitusýrur sem meðal annars finnast í ríkum mæli í fiski, geta reynst öflugt vopn fyrir þá sem leita leiða til að berjast við aukakílóin. Niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknarstofa í næringarfræði (RÍN) vann í samvinnu við erlenda háskóla á Spáni og í Írlandi benda til þessa. RÍN heyrir undir Landspítala – háskólasjúkrahús og Háskóla Íslands.

Þátttakendum rannsóknarinnar var skipt í nokkra hópa og hver hópur þurfti í átta vikur að fylgja ákveðnu mataræði sem annaðhvort var mjög ríkt af omega-3 fitusýrum eða fátækt af þeim. Þeir sem borðuðu fæðu ríka af omega-3 sýrum léttust að meðaltali um einu kílói meira en aðrir þátttakendur. Orkuinntaka allra þátttakenda var þó mjög sambærileg yfir allt tímabilið.

Þá voru þeir, er sýrurnar fengu í miklu magni, einatt lengur saddir en aðrir.

Mikilvægi fisksins eykst

Fiskur er jafnan mjög ríkur af omega-3 fitusýrum. Doktor Ingibjörg Gunnarsdóttir hjá RÍS segir að hingað til hafi fólki ávallt verið ráðlagt að borða fisk tvisvar í viku enda vitað að hann sé öflugt vopn gegn æða- og hjartasjúkdómum. „Það er ný vitneskja að omega-3 fitusýrur eða fiskur geti hjálpað til í baráttunni gegn offitu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á þetta en ekki margar á mönnum enda eru þær mjög erfiðar í framkvæmd. Við vorum núna með 320 manns sem fylgdu matseðlum og skiptilistum nákvæmlega í átta vikur.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert