Eldra fólk rannsakað: Tófú tengt við elliglöp

Mik­il neysla á tófú og ýms­um öðrum vör­um sem unn­ar eru úr soja­baun­um er tengd við aukið minn­istap á efri árum í nýrri rann­sókn. Bresk­ir vís­inda­menn könnuðu eldri borg­ara á Indó­nes­íu og komust að því að virkni minn­is­stöðva heil­ans var allt að fimmt­ungi minni hjá þeim sem borðuðu mikið tófu en þeim sem lítið sem ekk­ert borðuðu. Reynd­ust soja­af­urðir inni­halda nokkuð magn horm­óna með svipaða virkni og estrógen, sem geta að sögn rann­sak­end­anna haft slæm áhrif á heil­a­starf­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert