Mikil neysla á tófú og ýmsum öðrum vörum sem unnar eru úr sojabaunum er tengd við aukið minnistap á efri árum í nýrri rannsókn. Breskir vísindamenn könnuðu eldri borgara á Indónesíu og komust að því að virkni minnisstöðva heilans var allt að fimmtungi minni hjá þeim sem borðuðu mikið tófu en þeim sem lítið sem ekkert borðuðu. Reyndust sojaafurðir innihalda nokkuð magn hormóna með svipaða virkni og estrógen, sem geta að sögn rannsakendanna haft slæm áhrif á heilastarfsemi.